Um mig
Ég heiti Eva og er áhuga listmálari og vinn mest með akrýl málningu. Ég hef alltaf tengt mikið við list og fundið ákveðna ró og tjáningu í þeim verkum sem ég geri.
Öll málverk eru grunnuð í byrjun og varin með lakki eftirá, lakkið ver verkið gegn ryki, raka og sólarljósi, gerir litina dýpri og jafnari, og lætur málverkið endast mun lengur.
Einnig er ég húðflúrari (lærlingur) og byrjaði að vinna við það árið 2025. Hér á síðunni er einnig hægt að finna portfolio möppu með húðflúrum sem ég hef gert. Ég er ekki föst við neinn ákveðinn stíl heldur er markmiðið að geta tekið við hvaða verkefni sem er í hvaða stíl sem er, allt frá litlum fine line flúrum yfir í stór traditional flúr til dæmis.


Hafa samband
Fyrir pantanir á verkum, sérpantanir, samstörf, tímapantanir í flúr eða önnur verkefni.















